Sé gamalt mæta nýju

Á Selfossi
Á Selfossi mbl.is/Sigurður Bogi

„Meðal þeirra sem að þessu verkefni standa er stórhugur og einmitt slíkt þarf nú. Mér finnst gaman að sjá hvernig hér mætast gamalt og nýtt í miðbæ sem mun setja sterkan svip á Selfoss,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Góður gangur er í framkvæmdum á vegum Sigtúns – þróunarfélags við nýja miðbæinn á Selfossi, þar sem reist eru ný hús í gömlum stíl. Kominn er heildstæður svipur á sex hús og þrjú eru í byggingu.

Alls eru í 1. áfanga miðbæjarins 13 hús sem tekin verða í notkun að ári. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eiginkona hans kynntu sér framkvæmdir í gær undir leiðsögn Leós Árnasonar, framkvæmdastjóra Sigtúns, og fleiri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert