Stærsta samkoma frá upphafi samkomubanns

Stúlka tekur mynd af sér með lögreglumönnum á samstöðufundi í …
Stúlka tekur mynd af sér með lögreglumönnum á samstöðufundi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að lögreglan ætli ekki að gefa út neinar opinberar tölur um fjölda fólks á samstöðufundi á Austurvelli sem haldinn var í dag þá telur Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, nokkuð ljóst að um hafi verið að ræða stærstu samkomu síðan samkomubanni vegna útbreiðslu kórónuveiru var komið á um miðjan mars. 

Samstöðufundurinn var haldinn til stuðnings svörtum Bandaríkjamönnum og til þess að mótmæla lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. 

„Algjörlega til fyrirmyndar“

Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli og hlýddi á frásagnir svartra Bandaríkjamanna sem búsettir eru á Íslandi. Einhverjir hafa áætlað að 3.500 - 5.000 manns hafi mætt á samstöðufundinn en það er ekki opinber tala. 

Lögreglan þurfti ekki að hafa nein afskipti af þeim sem komu saman á Austurvelli og segir Ásgeir að fundurinn hafi verið „algjörlega til fyrirmyndar“. 

„Skipuleggjendurnir tóku sjálfir ábyrgð á sóttvörnum, dreifðu grímum og hvöttu fólk til þess að vera með grímur og færa sig utar ef það vildi halda sig í tveggja metra fjarlægð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert