Sumarhúsið á Þingvöllum alelda

Útkallið barst um kl. 19.20.
Útkallið barst um kl. 19.20. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Sumarhúsið sem kviknaði í við austanvert Þingvallavatn var alelda þegar slökkvilið frá Brunavörnum Árnessýslu bar þar að garði, en útkallið barst um kl. 19.20 í kvöld.

Af meðfylgjandi myndum að dæma má ætla að altjón hafi orðið.

Um tuttugu slökkviliðsmenn eru nú á vettvangi.
Um tuttugu slökkviliðsmenn eru nú á vettvangi. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Tuttugu við vinnu á vettvangi

Óttast var að eldurinn bærist í gróður, sem hann og gerði, en áhersla var lögð á að hindra frekari útbreiðslu eldsins og gekk það vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu.

Um tuttugu slökkviliðsmenn eru nú við vinnu á vettvangi en slökkvistarfi er að mestu lokið. Lið frá tveimur stöðvum var sent á vettvang, frá Selfossi og Laugarvatni.

Óttast var að eldurinn bærist í gróður.
Óttast var að eldurinn bærist í gróður. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Lið frá tveimur stöðum var sent á vettvang.
Lið frá tveimur stöðum var sent á vettvang. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
mbl.is