Þarf að skima á fleiri völlum

Einkaþota. Tryggja þarf skimun þegar einkaþotur koma til landsins
Einkaþota. Tryggja þarf skimun þegar einkaþotur koma til landsins mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægt er að sýnataka vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram í tengslum við farþegaflutninga til landsins gegnum Akureyrar- og Reykjavíkurflugvöll. Á þetta bendir Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Depla Farm, í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Hingað til hefur höfuðáhersla verið lögð á að skimanir í tengslum við faraldurinn verði framkvæmdar við komu ferðalanga í Keflavík og á Seyðisfirði þar sem Norræna leggur að bryggju. Hins vegar koma til landsins ferðamenn sem ferðast með einkaþotum og lenda þær í langflestum tilvikum annars staðar en í Reykjavík.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Haukur á að ferðamenn sem komi til landsins með þessum hættu eyði gjarnan miklum fjármunum meðan á dvöl sinni stendur og séu því verðmætari fyrir hagkerfið en aðrir sem sæki landið heim.

Hann segir að mikill áhugi sé meðal fólks sem nýti sér einkaþotur til ferðalaga til að koma hingað. Landið hafi áunnið sér traust með viðbrögðum við faraldrinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »