Upphafi haustþings verði frestað

Þingfundur á Alþingi.
Þingfundur á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvö samhliða frumvörp til breytingar á lögum um þingsköp og opinber fjármál verða til umræðu á þingfundi á næstu dögum, en frumvörpin varða meðal annars frestun á samkomudegi reglulegs Alþingis til 1. október.

Tilgangur frumvarpanna, sem lögð voru fram af forsætis- og fjármálaráðherra í síðustu viku, er að veita svigrúm til þess að undirbúa breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og ganga frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025.

Lagt er til að vikið verði frá tímafresti laga um opinber fjármál vegna endurskoðunar á fjármálastefnu ríkistjórnarinnar og framlagningar fjármálaáætlunar á Alþingi.

Felur það í sér að haustþing hefjist ekki annan þriðjudaginn í september, eins og þingskapalög kveða á um, heldur verði samkomudegi frestað til 1. október. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar verði þá rædd á svokölluðum þingstubbi í lok júnímánaðar, að því er fram kemur í umfjöllun um  þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »