Ársfundur ÍSOR í beinni

Jarðvarmanýting er á meðal þess sem horft verður til á …
Jarðvarmanýting er á meðal þess sem horft verður til á fundinum. mbl.is/RAX

Á ársfundi ÍSOR sem haldinn er á milli 13 og 15 í dag verður sjónunum beint að jarðhitanýtingu og nátúruvá, samspili náttúru og nýtingar. Meðal þeirra sem koma þar fram og ávarpa fundinn eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Ólafur G. Flóvenz, fráfarandi forstjóri, og Árni Magnússon, nýr forstjóri stofnunarinnar. 

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan.

Dagskrá:

13:00 Ávarp stjórnarformanns ÍSOR - Þórdís Ingadóttir

13:15 Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra - Guðmundur Ingi Guðbrandsson

13:30 Ávarp fráfarandi forstjóra - Ólafur G. Flóvenz

14:00 Notkun gervitungla við jarðhitarannsóknir og til eftirlits með vinnslu - Ásdís Benediktsdóttir

14:10 Jarðskjálftar og jarðhitavinnsla - Egill Árni Guðnason

14:35 Lághitasvæði og jarðhræringar - Sigurveig Árnadóttir

14:40 Efnaeftirlit á jarðhitasvæðum - Finnbogi Óskarsson

14:55 Breytingar á jarðhitavirkni á yfirborði - Sigurður Garðar Kristinsson

15:10 Ávarp nýs forstjóra - Árni Magnússon (upptaka frá útlöndum)

15:15 Fundarslit

Árni Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR.
Árni Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert