Hitinn í maí víða yfir meðaltölum

Tiltölulega hlýtt var um allt land í maí að sögn …
Tiltölulega hlýtt var um allt land í maí að sögn Veðurstofunnar mbl.is/Arnþór Birkisson

Maí var óvenju þurr og sólríkur norðaustanlands, að því er kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um veðrið í mánuðinum. Hiti var alls staðar yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en um og yfir meðaltali síðustu tíu ára.

Þannig var meðalhiti í Reykjavík í maí 7,1 stig og er það 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 6,6 stig, 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 6 stig og 6,4 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhiti mánaðarins var hæstur við Skarðsfjöruvita, 7,5 stig, en lægstur -2 stig á Gagnheiði.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 19,7 stig á Skjaldþingsstöðum hinn 29. Mest frost í mánuðinum mældist -12,3 stig á Gagnheiði hinn 10. Mest frost í byggð mældist -9,8 stig á Grímsstöðum á Fjöllum hinn 10.

Þurrt var á Norðausturlandi en blautara sunnanlands. Úrkoma í Reykjavík mældist 57,8 mm sem er 32% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman aðeins 6,6 mm sem er um þriðjungur af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert