Matarkarfan hækkað mikið

Matvörukarfan hefur hækkað mikið á síðastliðnu ári samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ.
Matvörukarfan hefur hækkað mikið á síðastliðnu ári samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Matvörukarfan hefur hækkað mikið á síðastliðnu ári samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. „Á einu ári hefur vörukarfa ASÍ hækkað um 2,3%-15,6% í átta verslanakeðjum en vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis.

Í sex verslanakeðjum af átta hækkar vörukarfan um yfir 5%. Mest hækkaði vörukarfan í Kjörbúðinni eða um 15,6% og næstmest í Krambúðinni, um 13,6%. Minnst hækkaði verðið í Tíu-ellefu á tímabilinu, 2,3%, og næstminnst í Iceland um 3,4%.

Til samanburðar hækkaði verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs um 4,86% frá maí 2019 til maí 2020,“ segir í frétt ASÍ. Í ljós kom að verð á grænmeti og ávöxtum hækkaði langmest á þessu 12 mánaða tímabili. Þar á eftir eru mestar hækkanir í flokki brauðs og kornvara og hreinlætis- og snyrtivara. Minnstar verðhækkanir voru á sykri, súkkulaði, sælgæti og drykkjarvörum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert