Ofneysla algengust á Íslandi

Grein um rannsókn sem gerð var á vegum Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu á lyfjum og lyfjafíkn sýnir að andlát sem rakin eru til ofneyslu lyfja eru hlutfallslega flest á Íslandi af Norðurlandaþjóðunum.

Svava Hólmfríður Þórðardóttir, ein höfundanna, segir niðurstöðurnar enduspegla þróun í vímuefnaneyslu á Íslandi, sem einkennist helst af neyslu sterkra verkjalyfja á borð við fentanýl og oxycodone í bland við önnur sterk. Er slík neysla sérstaklega skaðleg og líkleg til að valda dauðsföllum.

Rannsóknin hefur verið gerð á fimm ára fresti síðan 1984, en þá voru engin dauðsföll skilgreind sem lyfjatengd á Íslandi, að því er fram kemur í umfjöllun um rannsókn þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert