Streymi á íslenskri tónlist skilaði 132 milljónum króna

Spotify
Spotify AFP

Hlutdeild íslenskrar tónlistar meðal notenda Spotify hér á landi á síðasta ári var 19% á móti 81% erlendrar tónlistar. Það þýðir að streymi á íslenskri tónlist voru alls um 200 milljónir árið 2019.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að heildarfjöldi streyma íslenskra notenda Spotify var yfir einn milljarður. Eitt streymi er lag sem spilað er lengur en 30 sekúndur. Sé horft er á tekjuhliðina kemur í ljós að tekjur af spilun íslenskrar tónlistar á Spotify í fyrra námu um 132 milljónum króna á móti 581 milljón af erlendri tónlist.

Í markaðsskýrslu Félags hljómplötuframleiðenda um sölu og streymi hér á landi í fyrra er þróun á sölu tónlistar rifjuð upp. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur heildarvelta á tónlistarmarkaði aukist síðustu tvö ár en hlutdeild íslenskra tónlistarmanna fer minnkandi.

„Tónlistarveitan Tónlist.is var sett á laggirnar árið 2003 en náði aldrei að leika mjög veigamikið hlutverk á íslenskum tónlistarmarkaði. Með opnun Spotify á Íslandi árið 2013 byrjaði sýnileg heildarmynd tónlistarneyslunnar að gjörbreytast og færast nær því jafnvægi sem ríkti milli innlendrar og erlendrar tónlistar fyrir tíma internetsins,“ segir í skýrslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »