Efling krefst sjálfstæðs samnings

Efling semur um kjör starfsmanna í um 20 leik- og …
Efling semur um kjör starfsmanna í um 20 leik- og grunnskólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, sem eru allir í Reykjavík og Kópavogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efling stéttarfélag leggur áherslu á að gerður verði sjálfstæður kjarasamingur við félagsfólk sem vinnur hjá skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla.

Áður hefur gerið gengið frá samningum með því að vísa til efnis kjarasamninga Eflingar við viðkomandi sveitarfélög.

Fyrsti fundur samninganefndar Eflingar og Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) var í fyrradag, eftir að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara. Nýr fundur verður boðaður innan tveggja vikna. Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður SSSK, segir að samtökin séu að fara yfir málin og jafnframt að afla fulls umboðs frá aðildarfyrirtækjum. „Við furðum okkur á töfum sem hafa orðið á því að ganga frá þessum málum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar í umfjöllun um mál  þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert