Fjölga sumarstörfum vegna kórónuveirunnar

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR.
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR. Ljósmynd/OR

Sumarstörfum verður fjölgað um 30 hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum til að koma til móts við erfitt atvinnuástand í landinu vegna Covid-19 faraldursins. Störfin bætast við þau ríflega 100 sumarstörf sem þegar hafa verið auglýst og ráðið í.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá OR.

Störfin sem um ræðir eru af ýmsum toga. Þau krefjast margvíslegrar þekkingar enda starfsemi OR og dótturfyrirtækja víðfeðm og fjölbreytt, hvort sem litið er til framleiðsluþáttar þeirra eða þjónustuhlutans.  Störfin eru ekki öll ætluð til að koma til móts við atvinnuleysi skólafólks heldur gefst öllum færi á að sækja um hluta þeirra. Ráðningartíminn er tveir mánuðir.

Yfirlit yfir störfin sem í boði eru má finna á vef OR, or.is, en umsóknarfrestur er til og með 14. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert