Geta nú fylgst með hverju skrefi sjúklinga

Staðsetningartæki. Hægt er að kortleggja ferðir sjúklinga á B3.
Staðsetningartæki. Hægt er að kortleggja ferðir sjúklinga á B3.

„Þetta hefur gefist vel og felur í sér spennandi möguleika,“ segir Arnar Þór Guðjónsson, yfirlæknir á göngudeild skurðlækninga á Landspítalanum, en síðustu mánuði hefur verið í gangi tilraunaverkefnið Rauntímastaðsetning á B3.

Það gengur út á að staðsetja í rauntíma hvar sjúklinga og tæki á deildinni er að finna með það að markmiði að spara tíma og bæta þjónustu. Sjúklingar sem koma í innskrift á deildina fá armband með strikamerki og auðkenni sem sendir frá sér staðsetningarmerki. Hægt er að sjá á skjá hvar hver og einn sjúklingur er staddur hverju sinni.

Hægt að merkja starfsfólk

„Um 30% af þeim sem koma í skurðaðgerðir fara í undirbúning sem getur falið í sér blóðprufur, röntgenmyndir og að hitta lækna og hjúkrunarfræðinga. Þeir þurfa að fara á nokkra staði og ferlið tekur alltaf einhverjar klukkustundir. Með þessum hætti sjáum við hvar þeir eru staddir og þetta styttir heildartímann sem það tekur sjúklinginn að fara í gegnum þetta ferli. Við notum þetta líka á færanlegan lækningabúnað og erum nú fljótari að sjá hvar hann er að finna. Það fækkar skrefum,“ segir Arnar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert