Göngugötur opnaðar í dag

Frá og með deginum í dag og út sumarið verður bílaumferð óheimil um Laugaveg frá Frakkastíg að Klapparstíg. Þá er bílaumferð takmörkuð um Bankastræti frá Ingólfsstræti að Lækjargötu. 

Göngugöturnar sem um ræðir eru kallaðar sumargötur og voru formlega opnaðar í hádeginu í dag. Opnunin var á gatnamótum Frakkastígs og Laugavegar en gatan verður bara fyrir gangandi vegfarendur þaðan og niður að Þingholtsstræti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Öll umferð bíla er bönnuð en þó verða göturnar opnar fyrir vöruafgreiðslu á milli kl. 07.00 til 11.00 alla virka daga og frá kl. 08.00 til 11.00 á laugardögum.

Götur sem verða varanlegar göngugötur allan ársins hring eru Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert