Í nógu að snúast fyrir opnun Bláa lónsins 19. júní

Bláa lónið er nú tómt.
Bláa lónið er nú tómt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Líða fer að opnun fjölsóttasta ferðamannastaðar Íslands, Bláa lónsins við Svartsengi. Það er í nógu að snúast við undirbúning opnunarinnar þessa dagana en stefnt er að opnun hinn 19. júní næstkomandi eftir rúmlega þriggja mánaða lokun.

Eins og sjá má á myndinni, sem tekin var í gær, er lónið nú tómt þar sem verið er að sinna viðhaldi og endurbótum, en um tvo sólarhringa tekur að fylla það að nýju.

Að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, er stefnt að því að geta tekið vel á móti Íslendingum sem og þeim erlendu ferðamönnum sem kunna að koma til landsins í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert