Ólafur Hand sýknaður í Landsrétti

Landsréttur í Kópavogi.
Landsréttur í Kópavogi. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Ólaf­ur William Hand, fyrrverandi upp­lýs­inga­full­trúi Eim­skips, var í dag sýknaður í Landsrétti af kæru um ofbeldi gegn barnsmóður sinni. Landsréttur snýr við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en Ólafur var þar dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Þar var Ólafur sakfelldur fyrir ofbeldi í garð barnsmóður, að viðstöddu barni þeirra, í júlí fyrir fjórum árum. Auk tveggja ára skilorðsbundins dóms var hann dæmdur til að greiða barnsmóður sinni 400 þúsund krónur í bætur.

Fram kemur í dómi Landsréttar að áverkar barnsmóðurinnar passi illa við lýsingar hennar og sambýlismanns á atburðunum áðurnefnds júlídags. 

Einkum vegna þess sýknar Landsréttur Ólaf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert