Ópal til heimahafnar eftir langa siglingu

Ópal kemur til Húsavíkur.
Ópal kemur til Húsavíkur. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Skonnortan Ópal kom til heimahafnar á Húsavík í fyrrakvöld eftir vikulanga siglingu frá Reykjavík.

Í ferðinni, sem var í samvinnu við samtökin Ocean Missions, var m.a. farið í land á Hornströndum og tínt upp rusl.

Heimir Harðarson skipstjóri segir þetta vera annan leiðangurinn sem farinn er hálfhring kringum Ísland með troll til að rannsaka örplast í sjónum. Auk þess eru fuglar taldir, auðkennismyndir teknar af hvölum og ekki síst eru svo strendur á óbyggðum slóðum hreinsaðar eins og kostur er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert