„Sama gamla spillingarkerfið“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Hari

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spyr hvort sýnilegur eðlismunur sé á því að menntamálaráðherra hafi brotið lög er hún skipaði Pál Magnússon ráðuneytisstjóra og málum Sigríðar Á. Andersen og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Bæði Sigríður og Hanna Birna þurftu að hverfa á brott úr ráðherrastóli. Sú fyrrnefnda vegna ráðningar dómara við Landsrétt og sú síðarnefnda vegna Lekamálsins svokallaða.

„Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga á Facebooksíðu sinni og talar um sérhagsmunagæslu í íslenskri pólitík.

„Sama gamla spillingarkerfið blómstar hér sem aldrei fyrr,“ bætir hún við og segir að framsóknarmenn séu ráðnir af framsóknarmönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert