Bókanir frá Skandinavíu

Ferðamenn í Austurstræti.
Ferðamenn í Austurstræti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri félagsins sem rekur íshellinn á Langjökli, segir markaðinn að lifna við eftir erfiðan vetur. „Það var algjört frost í bókunum. Heilu dagana kom ekki ein einasta bókun. Nú er þetta hins vegar byrjað að aukast á ný. Við fáum svolítið af bókunum frá Skandinavíu en bókanir koma héðan og þaðan,“ segir Sigurður um eftirspurnina.

Vegna samdráttarins hefur móðurfélagið, Arctic Adventures, boðið Íslendingum allt að 40-50% afslátt af ýmiss konar afþreyingu. Sigurður segir að verðið hafi aldrei verið lægra.

Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Perlunnar, hyggst sömuleiðis markaðssetja Perluna fyrir Íslendinga í sumar. Meðal annars verður reistur 1.700 fermetra ævintýragarður fyrir börn.

Tilkynnt hefur verið að sjö flugfélög muni fljúga frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir Isavia í samskiptum við fleiri flugfélög. Icelandair og Lufthansa munu bjóða margar ferðir á viku til Þýskalands, þriðja mikilvægasta markaðarins í ferðamönnum talið.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, áætlar að hingað gætu komið 50 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst. SAF hafi áætlað að hingað gætu komið 250 þúsund ferðamenn frá júní til áramóta, ef engar hindranir væru í vegi. Eftir að greint var frá kostnaði við skimum kunni talan að lækka um tugi prósenta. Af því leiðir að vegna gjaldsins, sem er 15 þúsund fyrir sýnatöku, gætu komið tugþúsundum færri erlendir ferðamenn en ella.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert