Búið að opna Hvalfjarðargöngin að nýju

Búið er að opna fyrir umferð um Hvalfjarðargöngin að nýju eftir þriggja bíla árekstur þar á sjötta tímanum.

Einn var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl en ekki var um alvarleg meiðsl að ræða.

Mikill viðbúnaður var vegna slyssins líkt og alltaf er þegar slys verða í Hvalfjarðargöngunum.

mbl.is