Ekkert nýtt smit

Ekk­ert nýtt smit kór­ónu­veirunn­ar greind­ist hér á landi síðasta sól­ar­hring­inn. Tveir eru með virk smit en 1.794 hafa náð bata.

Þetta kem­ur fram á covid.is. Alls voru 440 sýni tek­in hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og 98 á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans. Alls hafa 62.768 sýni verið tek­in.

Þeim sem eru í sótt­kví fjölg­ar um 20 á milli daga og eru 1.043 tals­ins. 21.092 hafa lokið sótt­kví.

 

mbl.is