Flogið með blóðkorn til Kanada

Sýnataka vegna skimunar fyrir kórónunveiru.
Sýnataka vegna skimunar fyrir kórónunveiru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flogið verður í kvöld með hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum í einkaþotu á rannsóknarstofu í Kanada þar sem þau verða notuð til að búa til mótefni fyrir kórónuveirunni. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Notuð eru blóðkorn ú sex Íslendingum í rannsókninni. 

Kári Stefánsson vonast til þess að mótefni og bóluefni við COVID-19 verði til fyrir árslok en 9 af hverjum 10 sem smituðust af veirunni eru með mótefni fyrir veirunni en rætt er við Kára í kvöldfréttum RÚV.

Rannsóknarstofan er í eigu Amgen sem einnig á Íslenska erfðagreiningu.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er einn þeirra fjölmörgu sem …
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er einn þeirra fjölmörgu sem fóru í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann reyndist ekki vera með kórónuveiruna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert