Funda vegna jarðhræringa

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa um 700 jarðskjálftar verið staðsettir í nágrenni Grindavíkur síðan skjálftavirkni jókst að nýju við fjallið Þorbjörn 30. maí. Vísindaráð Almannavarna mun koma saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að óvissustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga er enn í gildi hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Í byrjun apríl dró úr landrisi við Þorbjörn og um miðjan mánuðinn lauk þeirri landrishrinu. Samkvæmt nýjustu gögnum eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju. 

mbl.is