Fundur boðaður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga

Frá fundi hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins í apríl.
Frá fundi hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins í apríl. íris Jóhannsdóttir

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) munu funda með samninganefnd ríkisins á mánudag en hjúkrunarfræðingar samþykktu í gær að fara í ótímabundið verkfall frá 22. júní næstkomandi. RÚV greindi frá fyrirhuguðum fundi í miðnæturfréttum sínum. 

Rúm 85% félagsmanna Fíh samþykktu verkfallsboðunina en Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, sagði í viðtali við mbl.is í dag að um mjög skýr skilaboð væri að ræða. 

mbl.is