Hafró og rannsóknaskipin flutt til Hafnarfjarðar

Bjarni Sæmundsson leggst að bryggju í Hafnarfirði.
Bjarni Sæmundsson leggst að bryggju í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru komin með einkennisstafina HF í stað RE.

Þau lögðust að bryggju við Háabakka, nýjan hafnargarð í Hafnarfirði, síðdegis í gær og kastlínan flaug í land, þegar nýjar höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunarinnar í Fornubúðum 5 voru vígðar.

Starfsfólkið sigldi með skipunum frá Faxagarði í Reykjavík út Faxaflóann og yfir í hina nýju heimahöfn. Með í för var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Þá fylgdu björgunarskip Landsbjargar rannsóknaskipunum í vígslusiglingunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert