Hálka og skafrenningur á fjallvegum

Heldur vetrarlegt í Mjósundi, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar.
Heldur vetrarlegt í Mjósundi, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Ljósmynd/Vegagerðin

Kalt er í veðri og stöku él falla á heiðum á fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi. Akstursskilyrði geta orðið varasöm og eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát. 

Til að mynda er hálka og skafrenningur á Fjarðarheiði og þar þriggja stiga frost, samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar.

Annars er spáð norðvestan 3-8 í dag, en 8-13 austast. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað með köflum fyrir norðan og líkur á stöku éljum NA-til. Hiti 3 til 15 stig, mildast syðst.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is