Nágranni óskaði eftir aðstoð slökkviliðs

Slökkvilið á vettvangi.
Slökkvilið á vettvangi. mbl.is/Þorgeir

Slökkvilið Akureyrar var kallað út á öðrum tímanum í dag þegar tilkynnt var um mikinn reyk í íbúð í Norðurgötu. Nágranninn heyrði í reykskynjara en pottur gleymdist á eldavél í mannlausri íbúð.

Þegar slökkvilið kom á vettvang var íbúðin full af reyk en enginn eldur.

Unnið er að því að reykræsta en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er tjón líklega töluvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert