Nýr golfvöllur skipulagður á Álftanesi

Fyrirhugaður golfvöllur á Álftanesi.
Fyrirhugaður golfvöllur á Álftanesi.

Gert er ráð fyrir byggingu nýs golfvallar á Álftanesi í tillögu að deiliskipulagi fyrir Norðurnes á Álftanesi, sem samþykkt var í bæjarstjórn Garðabæjar í vikunni. Einnig er um að ræða breytingar í aðalskipulagi Norðurness, sem snúa að frekari uppbyggingu á svæðinu.

Auk golfvallar er gert ráð fyrir uppbyggingu fjögurra íbúðasvæða, smábáta- og skemmtibátahafnar og aðstöðu fyrir hestamenn á Seylunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nýi golfvöllurinn mun leysa af hólmi Álftanesvöll, sem fyrir er á Álftanesi, en völlurinn hefur, að sögn Arinbjörns Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, aldrei átt stoð í skipulagi bæjarins. Í nýju deiliskipulagi verður Álftanesvöllur að mestu tekinn undir íbúðarhús og opin svæði þegar nýi golfvöllurinn verður kominn í gagnið.

Arinbjörn segir einnig golfbrautir vera kjörnar lendingarbrautir fyrir margæsir, sem millilenda iðulega á Álftanesi á leið sinni til Grænlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »