Óstaðfest brautarmet í 100 km hlaupi

Hlauparar í 100 km hlaupinu.
Hlauparar í 100 km hlaupinu. Ljósmynd/Mummi Lú

Örvar Steingrímsson, HK, kom fyrstur i mark í Salomon Trail Hengill Ultra 100km í dag á tímanum 12:47:31 sem er óstaðfestur tími og óstaðfest brautarmet þegar þetta er skrifað. 

Keppnin hefur gengið stórvel og hraðinn er mikill í brautinni. 

Keppendur í 100 km hlaupi fara tvo hringi og eru þeir allir, nema einn sem hætti keppni, búnir með einn hring og lagðir af stað aftur.

Tuttugu og níu ofurhlauparar hlupu af stað inn í nóttina frá Hveragerði klukkan 22:00 í gærkvöld en þá hófst utanvegahlaupið Salomon Hengill Ultra Trail en hlaupið stendur til morguns. Þáu tóku af stað keppendur í 100 kílómetra hluta keppninnar.

Þetta er ekki eina vegalengdin sem hlaupin er því í morgun klukkan 09:00 voru ræstir keppendur í 50 kílómetrum en þar keppa áttíu og sjö keppendur og svo klukkan 13:00 verða ræstir keppendur í 25 kílómetrum en þeir eru rúmlega fjögur hundruð.

Gert er ráð fyrir því að flestir keppendur verðir komnir í mark fyrir klukkan 18:00. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert