Risapottur í lottóinu gekk út

Lottó
Lottó

Potturinn verður einfaldur í lottóinu að viku liðinni því tveir voru með allar tölur réttar í kvöld og fá því tæplega 35,5 milljónir í sinn hlut.

Til mikils var að vinna því potturinn var fimmfaldur í þetta skiptið. En lottótölur kvöldsins eru: 16, 17, 19, 24 og 36. Bónustalan er 14. Miðarnir voru keyptir í lottó-appinu og Kvikk, Suðurfelli 4, Reykjavík.

Níu voru með fjórar af fimm réttum auk bónustölunnar og fengu þeir tæplega 106 þúsund krónur í sinn hlut.

Jókertölur kvöldsins eru 3, 5, 9, 8 og 4.

mbl.is