Vissu ekkert hvernig ætti að búa til app

Fagnað var góðum árangri smitrakningarappsins á miðvikudag og gerði hluti …
Fagnað var góðum árangri smitrakningarappsins á miðvikudag og gerði hluti hópsins sem kom að útgáfu þess sér leið í húsakynni Íslenskrar erfðagreinngar að því tilefni. Hér stilla veislugestir sér upp fyrir ljósmyndara. Sjá má nokkur kunnuleg andlit. Ljósmynd/Jón Gústafsson

Það var sunnudaginn 15. mars sem Kári Stefánsson boðaði til fundar í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru mætt, meðal annarra, þríeykið í sóttvörnum, Alma, Þórólfur og Víðir, Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, og Gísli Másson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslenskrar erfðagreiningar.

Var þetta upphafið af smáforriti embættis landlæknis, Rakning C-19, sem hjálpar yfirvöldum að greina ferðir þeirra sem smitast af kórónuveirunni og þannig hverja þau gætu hafa smitað. Kom það út það út 2. apríl, aðeins viku eftir að vinna að því hófst.

„[Á fundinum] var kynnt grein sem Kári hafði fengið frá Bretlandi,“ segir Gísli. „Frá mönnum sem voru með þær hugmyndir að hægt væri að búa til app.“

Hann bætir við: „Einhverjir höfðu reiknað út að ef 60% væru með appið myndi það duga til að kórónuveirufaraldurinn dæi út.“ Þá væri hægt að koma fjölda þeirra sem hver smitaður smitaði undir einn og þannig myndi faraldurinn deyja út. „Þegar fólk vissi að það hefði verið nálægt smituðum myndi það passa sig á að smita ekki aðra.“

Ekki spenntur í upphafi

Gísli segist ekki hafa verið uppnuminn af hugmyndinni í fyrstu. „Þetta eru bara hugmyndir og ekkert að fara að gerast á næstu vikum,“ hugsaði hann og fór heim.

„Svo á miðvikudegi framsendir Kári til mín póst,“ segir Gísli en þá kom í ljós að ekki var einungis verið að gera rannsóknir heldur verið að þróa app af þessu tagi í Bretlandi og verið að vinna að kóða fyrir það. „Við fengum svo aðgang að þessum kóða.“

Kári vildi að hafist yrði handa við að þróa slíkt app fyrir Íslendinga. „Ég er með fína forritara hjá mér en við vitum ekkert hvernig á að búa til app,“ segir Gísli. „Svo ég spyr hann hvort ég eigi ekki að heyra í öðrum fyrirtækjum til að athuga hvort þau séu til í að gera þetta.“

Nánar er rætt um smitrakningarappið við Gísla auk Ævars Pálma Pálmasonar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »