Allt að 15 stiga hiti í höfuðborginni

Sól og blíða á Klambratúni.
Sól og blíða á Klambratúni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spár gera ráð fyrir allt að 15 stiga hita á suðvesturhorni landsins í dag. Áttirnar eru fremur mildar suðlægar næstu dagana.

Sunnan 3-8 í dag, skýjað með köflum og skúrir á stöku stað, hiti 8 til 15 stig. Suðaustan 8-13 og dálítil rigning vestast í kvöld.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að lengst af næstu daga verði þurrt og hlýtt fyrir norðan og austan, en rigning eða súld á köflum um landið sunnan og vestan til.

Útlit er fyrir að þrjár lægir geri sig heimakomnar fram að næstu helgi, með nokkuð jöfnu millibili, en skil þeirra verða einkum bundin við suður- og vesturströndina ef marka má spár.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is