Þríeykið aftur á skjáinn í dag

Verður fundurinn í dag sá fyrsti síðan 25. maí.
Verður fundurinn í dag sá fyrsti síðan 25. maí. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til þriggja upplýsingafunda í vikunni. Fundur verður í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 og verður hann sá fyrsti síðan 25. maí.

Tilefni fundanna er opnun landamæra Íslands mánudaginn 15. júní, en þá mun ferðamönnum bjóðast að gangast undir sýnatöku vegna kórónuveirunnar, sæta sóttkví í 14 daga eða framvísa gildu vottorði þess efnis að þeir séu ekki smitaðir af kórónuveirunni.

Örfá smit hafa greinst hérlendis undanfarnar vikur og eru aðeins þrír með virkt smit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert