Framúrskarandi nemendur verðlaunaðir

Verðlaunahafarnir voru kátir við afhendinguna í dag.
Verðlaunahafarnir voru kátir við afhendinguna í dag.

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Sæmundarskóla i dag. Fjölmargir nemendur úr grunnskólum í borginni fengu verðlaun fyrir að skara fram úr í námi og starfi.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að hver grunnskóli tilnefnir nemanda til þessara verðlauna en þau eru í formi viðurkenningarskjals og bókar. Alls bárust 31 tilnefning að þessu sinni, frá grunnskólum í Reykjavík, um nemendur sem skara fram úr í námi, félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs. Verðlaunahafarnir í ár voru allt frá nemendum í öðrum bekk upp í nemendur í tíunda bekk. 

Sú hefð hefur skapast að veita verðlaunahöfum bókarverðlaun og hafa þær bækur sem hlotið hafa Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eða verið tilnefndar, það árið yfirleitt orðið fyrir valinu. Í ár hlutu þrjár bækur barnabókaverðlaunin. Yngstu verðlaunahafarnir fengu bókina Vigdís, bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring. Nemendur í 7. bekk fengu bókina Kjarval málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur. Nemendur í 8. og 10. bekk fengu ýmist bókina Nornin eftir Hildi Knútsdóttur eða Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur en þessar tvær unglingabækur voru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2020. 

Shkelzen Veseli tekur við viðurkenningu úr hendi Skúla Helgasonar, formanni …
Shkelzen Veseli tekur við viðurkenningu úr hendi Skúla Helgasonar, formanni skóla- og frístundaráðs.

Eftirtaldir nemendur fengu Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur 2020;

Lára Katrín Alexandersdóttir, 10. bekk Austurbæjarskóla

Rebekka Rán Guðnadóttir, 10. bekk Árbæjarskóla

Pétur Atli Kárason, 7. bekk Ártúnsskóla

Kim Svanberg Heiðarsson, 10. bekk Breiðholtsskóla

Andri Snær Theódórsson, 10. bekk Dalskóla

Shkelzen Veseli, 10. bekk Fellaskóla

Anna Bíbí Wium Axelsdóttir, 10. bekk Foldaskóla

Bríet Stefanía Hermannsdóttir, 7. bekk Fossvogsskóla

Benedikt Vilji Magnússon, 10. bekk Hagaskóla

Hekla Sóley Sigurðardóttir, 7. bekk Hamraskóla

Van Huy Nguyen, 10. bekk Háaleitisskóla

Hekla Margrét Halldórsdóttir, 8. bekk Háteigsskóla

Benedikt Jens Magnússon, 10. bekk Hlíðaskóla

Sólbjörg Björnsdóttir, 10. bekk Hólabrekkuskóla

Sigrún María Birgisdóttir, 7. bekk Húsaskóla

Viktor Máni Halldórsson, 10. bekk Klettaskóla

Rakel Rut Kristjánsdóttir, 9. bekk Klébergsskóla

Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, 10. bekk Landakotsskóla

Freyja Þöll Sigþórsdóttir, 10. bekk Laugalækjarskóla

Ísak Alvar Snædahl Agnarsson, 2. bekk Laugarnesskóla

Lovísa Rán Örvarsdóttir, 7. bekk Melaskóla

Alexander K. Bendtsen, 10. bekk Norðlingaskóla

Hafdís Eyja Vésteinsdóttir, 10. bekk Rimaskóla

Helga Hrund Ólafsdóttir, 7. bekk Selásskóla

Skúli Björn Ásgeirsson, 10. bekk Seljaskóla

Kolbeinn Heiðar Óskarsson, 9 ára bekk Skóla Ísaks Jónssonar

Herdís Pálsdóttir, 10. bekk Sæmundarskóla

Ásthildur Emelía Þorgilsdóttir, 10. bekk Tjarnarskóla

Frosti Andrason, 10. bekk Vogaskóla

Aníta Eik Kjartansdóttir, 10. bekk Vættaskóla

Quyen Tu Nguyen, 8. bekk Ölduselsskóla

mbl.is