Landverðir í lopapeysum

Í fallegum peysum. Frá vinstri: Fanney Ásgeirsdóttir þjóðgarðsvörður, Jóna Björk …
Í fallegum peysum. Frá vinstri: Fanney Ásgeirsdóttir þjóðgarðsvörður, Jóna Björk Jónsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar, og Kári Kristjánsson, sem sinnir fjölbreyttum störfum víða í hinum víðfeðma þjóðgarði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Engar flíkur veit ég hlýrri en lopapeysur. Mér finnst líka gott að grípa í að prjóna þær, þá sjaldan að ég sest fyrir framan sjónvarpið á kvöldin,“ segir Fanney Ásgeirsdóttir á Kirkjubæjarklaustri, þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Þótt landverðir sem standa vaktina úti á mörkinni í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum hafi sinn sérstaka hermannalita einkennisbúning er annar háttur hafður á Klaustri. Fyrir tveimur árum prjónaði Fanney nokkrar lopapeysur að vetrarlagi, svartar með hvítum bekk og þar í með bláu mynstri er merki Vatnajökulsþjóðgarðs. Útkoman er góð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Landverðir á vestursvæði sinna umsjón og gæslu í Eldgjá og við Langasjó, í Lakagígum, Hrauneyjum og Nýjadal við Sprengisandsleið. Fært verður á þessa staði innan skamms og á hverjum þeirra verða tveir landverðir við störf yfir háönn ferðamannatímans í júlí-ágúst. Fólk er því farið að tygja sig til, fer á fjöll með peysu og til viðbóta því finnst Fanneyju gúmmískór einkar þægilegur fótabúnaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »