Nova ætlar einnig að bjóða enska boltann á 1.000 kr.

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Ljósmynd/Nova

Fjarskiptafyrirtækið Nova ætlar að feta í fótspor Vodafone og bjóða enska boltann fyrir þúsund krónur á mánuði út þetta keppnistímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Í morgun auglýsti Vodafone að félagið gæti boðið þessi kjör í kjölfar ákvörðunar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um brot Sím­ans, en fyr­ir­tækið var sektað um 500 millj­ón­ir króna vegna brota gegn skil­yrðum á sátt­um sem fyr­ir­tækið hef­ur á und­an­förn­um árum gert við eft­ir­litið. Telur Vodafone að þar sem Síminn hafi hækkað pakkatilboð sitt um þúsund krónur þegar Símanum sport er bætt við þá geti það áframselt enska boltann á sama verði.

Í tilkynningu Nova er haft eftir Margréti Tryggvadóttur, forstjóra Nova, að með þessari samkeppni sitji neytendur við sama borð. „Dómarinn hefur flautað, sem er mikilvægt svo samkeppni þrífist á markaðnum. Aðalatriðið er að allir neytendur sitji við sama borð og það er jákvætt að Samkeppniseftirlitið sé vakandi fyrir því.“

Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagði fyrr í dag við mbl.is að Vodafone væri með þessu að brjóta lög og að heildsala á útsendingunni væri ekki svona ódýr. „Við selj­um vör­una í heild­sölu og það ligg­ur al­veg fyr­ir að það er mikið hærra en þúsund krón­ur. En ef aðilar úti í bæ vilja selja vör­una með tapi þá er það þeirra mál, eins langt og það nær,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert