Sjö sagt upp á Þingvöllum

Fámennt á Þingvöllum.
Fámennt á Þingvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og í versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum.

Þetta er vegna endurskipulagningar, en algjört stopp á gestakomum síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar hefur gjörbreytt aðstæðum í rekstri þjóðgarðsins.

„Þessar uppsagnir eru erfiðar aðgerðir en óumflýjanlegar,“ sagði Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert