Biðlistar á sumarnámskeiðin

Mikil aðsókn er á sumar- og leikjanámskeið á vegum borgarinnar nú þegar skólar hafa lokið starfi sínu og fáir á leið úr landinu í bráð. Sums staðar eru farnir að myndast biðlistar að sögn Soffíu Pálsdóttur, skrifstofustjóra frístundar hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Heilt yfir gilda sömu reglur um sóttvarnir útgefnar af sóttvarnalækni í starfinu þar sem reynt er að fara eins varlega og mögulegt er en Soffía leggur áherslu á að reynt verði eftir fremsta megni að gera sumarið eins glaðlegt og skemmtilegt eftir erfiðan vetur.

Í myndskeiðinu er komið við í Indíánagili í Elliðaárdal í dag þar sem krakkar úr Töfraseli í Árbæ gerðu sér glaðan dag í góða veðrinu. Þá er rætt við Soffíu og hvernig hefur verið brugðist við vegna faraldurs kórónuveirunnar.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert