Kópavogsbær semur við Orkusöluna um raforku

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar undirrituðu …
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar undirrituðu samninginn og við tilefnið fékk Ármann afhent Græna ljósið frá Orkusölunni en gripurinn er staðfesting á því að fyrirtæki í viðskiptum um Orkusöluna notar einungis 100% endurnýjanlega raforku. Ljósmynd/Kópavogsbær

Kópavogsbær hefur gert samning við Orkusöluna um raforkukaup fyrir byggingar í eigu bæjarins. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði þar sem tilboð Orkusölunnar reyndist hagkvæmast, að því er segir í tilkynningu Kópavogsbæjar. 

Í útboðsgögnum var gerð krafa um að raforkan væri vottuð 100% endurnýjanleg og staðfesting á að fyrirtækið hefði leyfi til að stunda raforkuviðskipti á Íslandi.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar undirrituðu samninginn og við tilefnið fékk Ármann afhent Græna ljósið frá Orkusölunni en gripurinn er staðfesting á því að fyrirtæki í viðskiptum um Orkusöluna notar einungis 100% endurnýjanlega raforku, með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.

Þess má geta að heildarnotkun Kópavogsbæjar á rafmagni fyrir stofnanir og dælustöðvar er um 12,7 GWst. á ári.

mbl.is