Vilja losna við 10 MAX-vélar

Max þotur kyrrsettar á Keflavíkurvelli. Icelandair vill losna undan kaupskyldu …
Max þotur kyrrsettar á Keflavíkurvelli. Icelandair vill losna undan kaupskyldu á tegundinni frá Boeing. mbl.is/Árni Sæberg

Meðal þess sem stjórnendur Icelandair Group skoða nú af fullri alvöru er hvort mögulegt sé að komast undan kaupskyldu á þeim 10 Boeing 737-MAX-flugvélum sem félagið á pantaðar hjá flugvélaframleiðandanum en ekki hafa verið afhentar.

Nú þegar hefur félagið veitt viðtöku sex vélum sem kyrrsettar hafa verið frá því í mars í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Samningar Icelandair við Boeing tryggja að félagið er ekki bundið af því að veita viðtöku þeim þremur vélum sem félagið átti að fá afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2019. Hins vegar virðast stjórnendur félagsins nú telja að þeir hafi gilda ástæðu til þess að ganga út úr samningunum um þær sjö vélar sem afhenda átti í ár og á næsta ári.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Icelandair telji vænlegra á þessum tímapunkti að notast áfram við 757-200-vélar og lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þær séu hagkvæmar í rekstri meðan eldsneytisverð helst jafn lágt og verið hefur undanfarnar vikur. Með því myndi fjármögnunarkostnaður félagsins minnka til muna en listaverð á Boeing 737-MAX-vélum frá verksmiðjunum er í kringum 16 milljarðar króna. Í fyrirhuguðu útboði Icelandair þar sem ætlunin er að afla allt að 200 milljóna dollara í nýju hlutafé er gengið út frá því að PAR Capital Management, annar stærsti hluthafi félagsins, muni ekki taka þátt og að hlutur sjóðsins verði óverulegur að útboði loknu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »