20 stiga hiti og 25 m/s

Kort/Veðurstofa Íslands

Allhvöss sunnanátt er á norðanverðu Snæfellsnesi og á fjallvegum á Vestfjörðum fram eftir hádegi. Búist er við vindhviðum yfir 25 m/s á þessum slóðum og því geta akstursskilyrði orðið varasöm fyrir ökutæki með tengivagna að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

„Suðlæg átt, strekkingur vestanlands fram yfir hádegi en annars hægari vindur. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi og þar fer hitinn væntanlega í um eða yfir 20 stig, en smá dumbungur vestan til á landinu og hiti nálægt 10 stigum.

Sunnankaldi á morgun, bjart með köflum og áfram hlýtt um landið norðaustanvert en rigning um tíma á vesturhelmingi landsins. Á laugardag er útlit fyrir rólega suðvestanátt með skýjuðu og mildu veðri, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Sunnan 8-15 m/s og rigning með köflum V-til í dag, en dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Hægari vindur og yfirleitt bjart veður á A-verðu landinu. Hiti 8 til 15 stig, en víða 15 til 20 á NA- og A-landi.

Á föstudag:

Sunnan 5-13 m/s. Bjartviðri NA- og A-lands, en rigning eða súld V-til. Hiti 10 til 15 stig, en 15 til 22 á NA-verðu landinu.

Á laugardag:
Suðvestan 3-8 og skýjað en úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig, mildast A-lands.

Á sunnudag:
Suðlæg átt, 8-13 og rigning með köflum um landið V-vert, en hægari og léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á mánudag:
Suðvestanátt og smáskúrir, en bjartviðri A-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á A-landi.

Á þriðjudag og miðvikudag (lýðveldisdaginn):
Breytileg átt og víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert