Sky Lagoon á Kársnesi

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.
Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.

Nýtt baðlón sem nú rís vestast á Kársnesi í Kópavogi hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Lónið verður opnað gestum vorið 2021 og í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir heitu baðlóni við sjóinn með útsýni út á hafið og til Bessastaða, kaldri laug og gufuböðum.

Um er að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ár. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fjórir milljarðar króna.

„Himinninn er óvænti þátturinn í upplifuninni og þannig varð nafnið til, Sky Lagoon,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Dagný starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Bláa lónsins.

Alþjóðlega fyrirtækið Pursuit stendur að opnun Sky Lagoon. Fyrirtækið á einnig Fly Over Iceland sem er úti á Granda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert