Tæpar 800 milljónir frá ríki til UNICEF

Kjarnaframlög íslenska ríkisins námu tæpum 130 milljónum króna á síðasta …
Kjarnaframlög íslenska ríkisins námu tæpum 130 milljónum króna á síðasta ári. AFP

Framlög íslenska ríkisins til verkefna UNICEF á síðasta ár námu um 787 milljón króna. Þetta kemur fram í árskýrslu UNICEF á Íslandi.

UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands. Hinar stofnanirnar eru Alþjóðabankinn, UN Women, og Háskóli Sameinuðu þjóðanna.

Kjarnaframlög íslenska ríkisins námu tæpum 130 milljónum, en kjarnaframlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum svæðum og eru þess vegna gjarnan notuð á svæðum sem ekki eru í kastljósi fjölmiðla. Mikill meirihluti framlaga ríkisins var þó til sérstaka verkefna.

Stærstur hluti framlaga fór til vatns og hreinlætisverkaefna UNICEF, annars vegar í Síerra Léone, eða tæpar 260 milljónir króna, og hins vegar í Líberíu, um 116 milljónir króna. Þróunar- og mannúðarverkefni í flóttamannabúðum UNICEF í Úganda hlutu 95 milljóna króna styrk.

Önnur verkefni sem ríkið veitti framlög voru tengd tíðavörum og fræðslu UNICEF í Síerra Léone, styrks til UNICEF í Sýrlandi, og heilbrigðismálum í Palestínu.

mbl.is