„Vona að allir átti sig á því hvað þetta er jákvætt“

Margrét Valdimarsdóttir, félagsfræðingur og doktor í afbrotafræði.
Margrét Valdimarsdóttir, félagsfræðingur og doktor í afbrotafræði. Ljósmynd/Aðsend

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, lektor í lög­reglu­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og doktor í afbrota­fræði, greinir frá því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafi boðað sig á fund með öllum lögreglustjórum landsins, en markmiðið er að kynna fyrir þeim rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu og ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni.

Frá þessu greinir Margrét í færslu á Twitter. „Ég vona að allir átti sig á því hvað þetta er jákvætt,“ skrifar Margrét. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hún ræddi nýverið við mbl.is. um ástandið í Bandaríkjunum þar sem mikil mótmæli brutust út í kjölfar þess að hvítur lögreglumaður varð svörtum manni að bana.

Þar sagði Margrét m.a. að flest­ar rann­sókn­ir bentu til þess að svört­um Banda­ríkja­mönn­um væri mis­munað í öllu kerf­inu, ekki bara í aðgerðum lög­reglu, sem væri ekki hægt að skýra að fullu með hærri tíðni af­brota á meðal svartra. Hún tók ennfremur fram að mis­mun­un í banda­rísku rétt­ar­kerfi hafi þó ekki verið að aukast, held­ur sé fólk meðvitaðra um ástandið.  

„Í síðustu viku birtust viðtöl við mig í fjölmiðlum um lögregluna í Bandaríkjunum, í einhverjum af þessum viðtölum talaði ég um að það skorti rannsóknir á störfum ísl lögreglunnar. Í kjölfarið bauð nýi ríkislögreglustjórinn mér á fund með henni og öllum lögreglustjórum landsins,“ skrifar Margrét á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert