Hámarksverð enn í vinnslu

Íbúðir á Hverfisgötu. Byggja á fleiri ódýrar íbúðir.
Íbúðir á Hverfisgötu. Byggja á fleiri ódýrar íbúðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar boðuð hlutdeildarlán voru kynnt í gær sagði að með þeim mætti kaupa íbúðir á 30-50 milljónir. Um er að ræða lán fyrir fyrstu kaupendur sem hafa tekjur undir tilteknum mörkum.

Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, segir upphæðirnar hafa verið nefndar í dæmaskyni. Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um hámarkskaupverð eignanna. Upphæðirnar verði tilgreinar í reglugerð.

Þá eigi eftir að taka endanlega afstöðu til þess hvaða íbúðir uppfylli skilyrði um lántöku. Horft sé til kaupverðs út frá herbergjafjölda fremur en fermetraverði. Markmiðið sé að setja ramma sem verktakar geti unnið út frá til að mæta þörfum og fjárhag kaupenda.

„Ég tel að þessi nálgun muni stuðla að nýsköpun í byggingariðnaði. Greiningar HMS hafa leitt í ljós skort á hagkvæmum íbúðum fyrir fyrstu kaupendur og tekjulægri. Þetta úrræði stjórnvalda hvetur verktaka til að hanna og byggja íbúðir sem henta ákveðnum markhópi. Það mun aftur leiða til nýsköpunar,“ segir Hermann í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Hann telur lánin munu hafa varanleg áhrif á fasteignamarkaðinn. „Þetta skref mun auka samráð stjórnvalda og byggingariðnaðarins við áætlanagerð og hvað eigi að byggja og hvenær.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert