Yrði eins og „villta vestrið“

Fyrirhugað er að fjöldi íbúða í Vogabyggð verði 1.100 til …
Fyrirhugað er að fjöldi íbúða í Vogabyggð verði 1.100 til 1.300. Kostnaður við innviði í Vogabyggð verður samtals tæpir fimm milljarðar króna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aðilar á byggingamarkaði segja að byggingamarkaður verði eins og „villta vestrið“, fari svo að Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu eftir helgi að innviðagjald sem Reykjavíkurborg leggur á framkvæmdir í borginni verði dæmt lögmætt. Sveitarfélög geti þá haft sína hentisemi og mismunað verktökum að vild.

Heimildir Morgunblaðsins herma til dæmis að þó að innviðagjald sé 25 þúsund krónur á hvern fermetra í Vogabyggð sé ekkert sambærilegt innviðagjald lagt á byggingar á Hlíðarendasvæðinu eða í Efstaleiti. Skortur sé á jafnræði milli aðila.

Á báðum síðarnefndu stöðunum hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum. Þá er bent á að byggja þurfi upp alla innviði á Hlíðarenda svæðinu en í Vogabyggð séu þeir að mörgu leyti nú þegar til staðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert