Skjálftahrina við Grindavík jókst verulega í nótt

Skjálftarnir voru flestir á sama svæðinu, norður eða norðnorðvestur af …
Skjálftarnir voru flestir á sama svæðinu, norður eða norðnorðvestur af Grindavík. Kort/Veðurstofa Íslands

Tæplega 200 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi, eða í nágrenni Grindavíkur, eftir klukkan fjögur í nótt.

Landris við fjallið Þorbjörn varð aftur 26. maí og í kjölfarið hófst mikil skjálftahrina. Hún jókst þó verulega eftir klukkan fjögur í nótt segir Bjarki Kaldalóns Friis, skjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Stærsti skjálftinn mældist 2,9 að stærð, einn mældist 2,8 og annar 2,7 að stærð. Vel fannst fyrir skjálftunum í Grindavík.

Flestir voru skjálftarnir þó undir 1 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert