Komin í sóttvarnahúsið með virk smit

Rúmensk kona leidd inn í sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg. Hún er …
Rúmensk kona leidd inn í sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg. Hún er með virkt kórónuveirusmit. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Tveir Rúmenar, karl og kona, eru komin í einangrun í sóttvarnahúsi við Rauðarárstíg. Þau eru með virk kórónuveirusmit og eiga því samkvæmt lögum ekki að vera í samskiptum við annað fólk.

Þau eru í raun neydd til þess að vera í einangrun á þessum stað, enda myndi lögreglan skikka þau til þess ef þau reyndu að fara annað, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, verkefnastjóra hjá almannavörnum.

Fólksins bíður nokkur tími í einangrun í húsinu.
Fólksins bíður nokkur tími í einangrun í húsinu. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Fólkið var flutt í sóttvarnahúsið í dag eftir að hafa heimsótt göngudeild COVID-19 á Landspítalanum, þar sem ástand þeirra var kannað. Innlagnar var ekki þörf en áfram verður fylgst náið með ástandi þeirra næstu daga. Prófun á mótefni fólksins leiddi að sögn lögreglu í ljós að um nýleg smit væri að ræða.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Sex enn leitað

Fyrr hafði fólkið verið flutt frá Selfossi, þar sem það hafði orðið uppvíst að búðarþjófnaði fyrir helgi. Í tengslum við sama mál eru fjórir aðrir rúmenskir einstaklingar í haldi lögreglu og einn þeirra hafði verið í slagtogi við hina smituðu þegar þeir voru handteknir fyrir þjófnaðinn.

Sex annarra er leitað sem komu til landsins fyrir meira en viku síðan, en sá hópur er talinn hafa tengsl við þau sem þegar eru í haldi. Fyrr í dag talaði Rögnvaldur um að málið væri angi af skipulagðri glæpastarfsemi.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert