Breyttur bragur á þjóðhátíðardeginum

Á hátíðarstundu
Á hátíðarstundu mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykvíkingar eru hvattir til að halda upp á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, með því að skreyta heimili sín og garða með fánum og öðru í fánalitunum og gleðjast með vinum og fjölskyldu.

Af hálfu Reykjavíkurborgar eru hátíðahöld með breyttu sniði vegna kórónuveirunnar. Hefðbundin morgunathöfn á Austurvelli verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur ljóð. Að venju sjá nýstúdentar um að leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði.

Sýningin Næsta stopp um borgarlínuna og uppbyggingu hennar er í Ráðhúsinu. Þá er fólk hvatt til að þátt í leiknum Teljum fána. Leikurinn er innblásin af vinsælustu afþreyingu ársins. Á þjóðhátíðardegi teljum við fána í stað bangsa. Vegfarendur geta svo reynt að koma auga á fána í gluggum, görðum, á girðingum eða annars staðar í hverfinu. Tvö heppin hljóta glæsileg og menningarleg verðlaun fyrir fjölda fána.

Fyrir þá sem ætla að bregða sér niður í bæ verður létt stemning í miðborginni frá kl. 13 til 18; með tónlistarflutningi, sirkussprelli, leiklist og fleiru skemmtilegu þar sem kappkostað er að skapa óvæntar upplifanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert