Fjölmennasta útskrift flugmanna frá upphafi

78 nemendur útskrifuðust.
78 nemendur útskrifuðust. Ljósmynd/Keilir

78 nemendur frá atvinnuflugmannsnámi flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands útskrifuðust í Hljómahöll í Reykjanesbæ á föstudag. Brautskráningin er sú fjölmennasta frá upphafi enda í fyrsta sinn sem útskrifað er síðan flugakademía Keilis og Flugskólinn sameinuðust.

Kaya Jo Baranowski fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur en hún útskrifaðist með meðaleinkunn upp á 9,5 og fékk að launum verðlaun frá Norlandair, Air Atlanta og Bluebird.

Alls voru 209 nemendur útskrifaðir frá öllum deildum Keilis, en þetta var jafnframt fjölmennasta brautskráning skólans frá upphafi. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp auk þess sem Þorgrímur Þráinsson flutti hátíðarræðu.

Nýútskrifaðir flugmenn.
Nýútskrifaðir flugmenn. Ljósmynd/Keilir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert